4.8 C
Reykjavik
Fimmtudagur - 26. janúar 2023
Auglýsing

Ofsaakstur á 170 km. hraða eftir neyslu kannabis

Auglýsingspot_img

Nýjar fréttir

Auglýsingspot_img
Frá kl. 23:00 – 05:00 eru u.þ.b. 29 mál skráð í dagbók lögreglu. Klukkan 00:35 var bifreið stöðvuð eftir hraðamælingu upp á  170 km. hraða þar sem leyfilegur hámrkshraði er 80 km/klst. Ökumaðurinn taldi sig vera á aðeins 130 km. hraða samkvæmt skýringum til lögreglu. Ökumaðurinn viðurkenndi neyslu kannabis fyrr um kvöldið og var hann handtekinn, fluttur á lögreglustöð þar sem hann afhendir ökuskírteini og er hann nú sviptur ökurétti.

Skömmu síðar var tilkynnt um aðila sem var borinn út af veitingastað af fjórum aðilum þar sem hann stóð ekki í fæturna sökum ölvunar. Er lögregla kom á vettang kom aðilinn ekki upp orði og átti erfitt með að sitja óstuddur. Aðilinn fluttur á lögreglustöðina við Hverfisgötu og hann vistaður sökum ástands enda með öllu ósjálfbjarga að mati lögreglumanna sem sinntu útkallinu.

Ósáttur út í spilakassa sem átti að hafa haft af honum talsverða fjármuni

Upp úr klukkan eitt í nótt tilkynnti starfsmaður veitingastaðs í miðbænum um viðskiptavin sem hótaði starfsfólki og neitaði að yfirgefa veitingastaðinn. Þegar lögregla kom á vettvang var nokkuð ljóst að viðkomandi hafði innbyrt talsvert magn af áfengi og sérlega ósáttur út í spilakassa sem átti að hafa haft af honum talsverða fjármuni. Lögregla ræddi við viðkomandi á vettvangi og honum vísað út af veitingastaðnum.

Þá var tilkynnt um grunsamlegar mannaferðir í miðborg Reykjavíkur. Tilkynnandi kvaðst hafa séð aðila, hálfan inni í bifreið og grunaði tilkynnanda að um innbrot í bifreið væri að ræða. Tilkynnandi taldi aðilana grunsamlegan og sjáanlega í annarlegu ástandi. Lögregla fór á vettvang og setti sig í samband við skráðan eiganda bifreiðarinnar. Skráður eigandi kvaðst ætla að ganga í málið um morguninn og var það mat eigandans að hann þyrfti ekki frekari aðstoð frá lögreglu.