Forsvarsmenn Vinnslustöðvarinnar í Vestmannaeyjum og áhöfnin á Hugin VE vísuðu ábyrgð hver á annan í sjóprófi vegna skemmdar á vatnslögn til Eyja. Þeim ber ekki saman um hver hafi borið ábyrgð á viðhaldi búnaðar sem virkaði ekki rétt. Þetta kemur fram í frétt ríkisútvarpsins í ítarlegri umfjöllun.
Vestmannaeyjarbær og HS Veitur hafa falið lögmanni sínum að höfða mál gegn Vinnslustöðinni vegna tjónsins á vatnslögninni og ætla að fara fram á fullar bætur vegna þess.
Forsvarsmenn Vinnslustöðvarinnar í Vestmannaeyjum, áhöfnin á Hugin VE og nokkrir aðrir sem komu að með einhverjum hætti, þegar Huginn festi akkeri í vatnslögn til Vestmanneyja, báru vitni í sjóprófum. Þeir sjá aðdraganda atviksins og ábyrgð á því sem fór úrskeiðis ólíkum augum.
Huginn VE, sem er uppsjávarskip í eigu Vinnslustöðvarinnar, missti út akkeri í innsiglingunni til Vestmannaeyja 17. nóvember. Síðar kom í ljós að akkerið festist í einu vatnslögninni til Vestmannaeyja með þeim afleiðingum að lögnin skemmdist á um 300 metra kafla og færðist úr stað. Lögnin hefur þó haldið síðan þetta gerðist. Í sjóprófum vegna atviksins var reynt að varpa ljósi á það hvernig þetta gat gerst. Hér er umfjöllun rúv.is