,,Opnaði augu tugþúsunda á Íslandi“
Guðmundur Franklín Jónsson, f.v. forsetaframbjóðandi segir frá því m.a. í þessum pistli sínum að hann útiloki ekki að hann fari út í pólitíkina, þar sem hann sé pólitískur að eðlisfari. „Menn geta breytt um skoðun. Það getur verið að ég fari að skipta mér meira af pólitík. Ég hef alltaf verið pólitískur og það í blóði borið, menn breyta ekkert röndunum á sér. Tígrisdýrin breyta ekki röndunum á sér.“
Hann segir að sitjandi forseta hafi verið hlíft við öllum erfiðum spurningum og farið um hann silkihönskum í kosningabaráttunni og er þar að vísa til fjölmiðla. ,,Hefðin vann í kosningunum“ Guðmundur Franklín Jónsson gerir upp ferlið í sambandi við kosningabaráttuna að litlu leiti en hefur ítrekað bent á gallað kerfi, óréttlætið og spillinguna á Íslandi og upplifun sína á Íslandi eftir að hafa gengið í gegnum forsetaframboð. Hann segir að það hafi verið hollt fyrir þjóðina að fara í gegnum forsetakosningarnar og ferlið hafi ,,opnaði augu tugþúsunda á Íslandi.“
https://www.facebook.com/gundifranklin/videos/626519994933185/
https://gamli.frettatiminn.is/gudmundur-franklin-gerir-upp-forsetakosningarnar/