Níu miðahafar skiptu með sér 2. vinningi og fær hver þeirra rúmlega 55 milljónir króna. Sjö miðanna voru keyptir í Þýskalandi, einn í Danmörku og einn í Tékklandi. Þá voru 25 spilarar með 3. vinning og fær hver um sig rúmar 11 milljónir. Fimmtán miðar voru keyptir í Þýskalandi, fjórir í Hollandi, fjórir í Finnlandi og tveir á Spáni
Miðaeigandi í Hamborg í Þýskalandi datt heldur betur í lukkupottinn í kvöld, en hann var einn með fyrsta vinning í EuroJackpot og fær rétt tæpa 17 miljarða króna í sinn hlut.
Tveir voru með 2. vinning í Jókerútdrætti kvöldsins og fær hvor þeirra 100 þúsund krónur. Annar miðinn var keyptur í Lottó appinu og hinn er í áskrift.
Umræða