,,Það á að stela grásleppuauðlindinni eins og öðrum auðlindum sem þjóðin á“
Smábátasjómenn eru bæði undrandi og reiðir á vinnubrögðum Sjálfstæðisflokksins sem heldur utan um sjávarútvegsráðuneytið og veiðiheimildir. Nú hefur Fiskistofa farið framúr sjávarútvegsráðherra og er farin að reikna út kvóta á grásleppubáta, án þess að grálseppa sé komin í kvóta. Undrast menn þessi vinnubrögð svo ekki sé meira sagt. Það er öllum útgerðum enn í fersku minni síðasta aðför að grásleppuútgerðum, er ráðherrann stoppaði veiðar í sumar, áður en menn gátu byrjað veiðar, með tilheyrandi tjóni.
,,Ég hélt að vegferð sjávarútvegsráðherrans væri bara á frumvarpsstigi. Fiskistofa komin í málið og farin að reikna út aflaviðmiðun á skip. Þessa aðför að þjóðinni verður að stöðva. Það á að stela grásleppuauðlindinni eins og öðrum auðlindum sem þjóðin á ….“ Segir útgerðarmaður um þessi vinnubrögð.
Fiskistofa birtir neðangreinda ótímabæra auglýsingu á vef sínum:
Veiðireynsla í grásleppu
Fiskistofa hefur tekið saman yfirlit yfir veiðireynslu í grásleppu á árunum 2013 til 2020. Tilefnið er fram komið frumvarp til laga sem felur í sér kvótasetningu á grásleppu þar sem veiðireynsla grásleppubáta verður lögð til grundvallar úthlutun á hlutdeildum. Frumvarpið sjálft og viðbrögð við því má sjá í hlekknum hér að neðan:
Svæði frumvarpsins í samráðsgátt stjórnvalda
Yfirlit yfir afla grásleppubáta til veiðireynslu á árunum 2013 til 2020
Ábendingar:
- Í yfirlitinu má sjá einstaka veiðiferðir þar sem afli í grásleppu er skráður núll. Þetta geta verið tilfelli þar sem ferð hefur verið leiðrétt en einnig geta þetta verið ferðir þar sem grásleppuafli reyndist ólöglegur. Slíkur afli telst ekki með í veiðireynslu þegar ákvarða skal hlutdeildir.
- Veiðireynslunni er haldið til haga út frá númeri grásleppuréttinda og hún tilheyrir núverandi rétthafa. Fleiri en einn bátur getur hafa veitt á grundvelli sömu réttinda á tímabilinu frá 2013.
Útgerðir eru hvattar til að yfirfara gögnin og koma með ábendingar eða athugasemdir ef einhverjar eru til Fiskistofu. Senda skal ábendingar og athugasemdir á fiskistofa@fiskistofa.is Þar sem leiðréttingar skv. ábendingum geta átt sér stað í listanum hér að ofan og frumvörp til laga eiga það til að breytast í meðförum þingsins þá er ekki tímabært að Fiskistofa reikni eða birti upplýsingar um hvernig hlutdeildasetning á grásleppu gæti litið út.
https://gamli.frettatiminn.is/kristjan-thor-stodvadi-grasleppuveidar-fyrirvaralaust-og-vill-kvotasetja-hana/