110 mál skráð hjá lögreglu frá klukkan 17-05. Átta gista fangaklefa þegar þetta er skrifað. Hér eru nokkur þeirra mála sem komu inn á borð lögreglu í gærkvöldi og nótt.
Lögreglustöð 1
- Maður handtekinn í hverfi 101 sem grunaður er um sölu og dreifingu fíkniefna.
- Þremur mönnum vísað út úr bílastæðahúsi í hverfi 101 þar sem þeir voru til vandræða og voru að angra fólk.
- Innbrot í íbúð í fjölbýlishúsi í hverfi 104, málið í rannsókn.
- Eldur kviknaði í þvottahúsi/fatahreinsun í hverfi 101. Lítill eldur og gekk vel að slökkva eldinn,
- Tveir menn til vandræða í verslun í hverfi 103, þeim vísað út.
- Tveir menn til vandræða á veitingastað í hverfi 108, þegar mönnunum var flett upp í kerfum lögreglu kom í ljós að annar var eftirlýstur og var hann því handtekinn og vistaður í fangaklefa.
- Maður handtekinn í hverfi 101 eftir að hafa verið til vandræða fyrir utan skemmtistað í hverfi 101, maðurinn óviðræðu hæfur og var vistaður í fangaklefa.
- Maður handtekinn í hverfi 101 eftir að hafa verið til vandræða fyrir utan skemmtistað, maðurinn harðneitaði að geta upp nafn og kennitölu og var vistaðu í fangaklefa.
Lögreglustöð 2
- Karla og kona handtekin í hverfi 221 vegna líkamsárásar, þau visturð í fangaklefa.
Lögreglustöð 3
- Brotist inn á tannlæknastofu í hverfi 109, málið í rannsókn
- Maður í annarlegu ástandi vegna áfengisneyslu handtekinn í hverfi 109 og vistaður í fangaklefa eftir að hafa valdið eignarspjöllum og svo berað sig fyrir framan nágranna.
- Maður handtekinn og vistaður í fangaklefa eftir að hafa ráðist á leigubílsstjóra í hverfi 109.
Lögreglustöð 4
- Strætóbílstjóri aðstoðaður í hverfi 110 þar sem farþegi svaf ölvunarsvefni í bílnum. Maðurinn vakinn og vísað út úr strætó.
Umræða