Kórónaveirusmit milli minka og manna
Í ljósi smita af stökkbreyttu afbrigði kórónaveiru úr minkum í fólk í Danmörku ætlar Matvælastofnun að hefja skimun fyrir kórónaveiru á minkabúum landsins. Ekki er grunur um að kórónaveirusmit hafi komið upp á minkabúum hérlendis.
Þegar fregnir bárust af kórónaveirusmiti úr fólki í minka í sumar sendi Matvælastofnun tilmæli til íslenskra minkabænda um hertar sóttvarnir á búunum og að einstaklingar með sjúkdómseinkenni haldi sig fjarri þeim. Tilkynna skal grun um veikindi í minkum til Matvælastofnunar. Reglulega hefur verið minnt á þessi tilmæli en engar tilkynningar hafa borist.
Support authors and subscribe to content
This is premium stuff. Subscribe to read the entire article.
Login if you have purchased