3.8 C
Reykjavik
Laugardagur - 28. janúar 2023
Auglýsing

Norska þjóðin fær 300% hærra verð fyrir makríl en greitt er á Íslandi – Vill opinbera rannsókn á verðlagningu

Auglýsingspot_img

Nýjar fréttir

Auglýsingspot_img

Nálægt 300% hærra verð fyrir makríl í Noregi en á Íslandi

,,Hvernig hefur útgerðin komist upp með að ákveða verðið einhliða, sem leitt hefur til mikils taps fyrir bæði sjómenn sem og glötuðum skatttekjum og veiðigjaldi til hins opinbera?“

Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness

Vilhjálmur Birgisson formaður Verkalýðsfélags Akraness og varaforseti ASÍ áréttaði það sem hann hefur talað um s.l. ár varðandi verðmun á makríl innanlands og í Noregi.

Vill opinbera rannsókn á verðlagningu

Vill hann að fram fari strax opinber rannsókn á verðlagningu á uppsjávarafla hjá sjávarútvegsfyrirtækjum sem eru með veiðar og vinnslu á sömu hendi. Vilhjálmur vísar til skýrslu Verðlagsstofu skiptaverðs, þar sem skoðaður er verðmunur á makríl sem landað er á Íslandi annars vegar og hins vegar í Noregi á árunum 2012-2018.

Þar kemur fram að meðalverð fyrir makríl í Noregi er allt að 277% hærra í Noregi en hér á landi. „Það er mjög mikilvægt að allir átti sig á því að hér er bara verið að bera saman sjávarútvegsfyrirtæki þar sem veiðar og vinnsla eru á sömu hendi, sem þýðir á mannamáli að útgerðir ákveða (nánast einhliða) hvaða fiskverð kemur til skipta handa sjómönnum.

Hvernig í himninum stendur á því að norsk sjávarútvegsfyrirtæki eru tilbúin að greiða sínum sjómönnum allt að 300% hærra verð fyrir makrílin en íslensk útgerðafyrirtæki,“ spyr Vilhjálmur. „Það er mikilvægt að muna að í kjarasamningi sjómanna er útgerðum skylt að greiða ávallt hæsta gangverð fyrir fiskinn en orðrétt segir í kjarasamningi sjómanna: „Útgerðarmaður hefur með höndum sölu aflans og hefur til þess umboð áhafnar að því er aflahlut hennar varðar. Hann skal tryggja skipverjum hæsta gangverð fyrir fiskinn, þó aldrei lægra en útgerðarmaður fær, þar með talin hrogn, lifur og bein.“

Vill láta innkalla kvótann