• Auglýsingar
  • Fréttaskot
  • Hafa samband
  • Styrkja
  • Innskráning
  • Nýskráning
Þriðjudagur, 1. júlí 2025
FRÉTTATÍMINN
  • Forsíða
  • Fréttir
    • Innlent
    • Erlent
    • Viðskipti
  • Aðsent & greinar
  • Veiði
  • Afþreying
  • Neytendur
  • Forsíða
  • Fréttir
    • Innlent
    • Erlent
    • Viðskipti
  • Aðsent & greinar
  • Veiði
  • Afþreying
  • Neytendur
No Result
View All Result
FRÉTTATÍMINN
No Result
View All Result
  • Innlent
  • Erlent
  • Viðskipti
  • Aðsent & greinar
  • Afþreying
  • Neytendur

 

 

Eflinga varar við svikamyllu – Gervistéttarfélagi beitt til að skerða kjör starfsfólks

Eflinga varar við svikamyllu – Gervistéttarfélagi beitt til að skerða kjör starfsfólks

Efling hefur varað við félagsmenn sína við því að ganga í stéttarfélagið Virðingu sem Efling telur gervistéttarfélag. Í tilkynningu Eflingar segir:

Ritstjórn skrifað af Ritstjórn
5. desember 2024
in Fréttir, Innlent, Viðskipti
A A
0

Efling stéttarfélag varar starfsfólk í veitingageiranum við gervistéttarfélaginu „Virðingu“

„Virðing“ er ekki raunverulegt stéttarfélag heldur svikamylla rekin af atvinnurekendum í þeim tilgangi að skerða laun og réttindi starfsfólks.

Efling hefur staðfesta vitneskju um tilvik þar sem starfsfólki hefur verið sagt af atvinnurekanda að það eigi að starfa undir kjarasamningi Virðingar við atvinnurekendafélagið SVEIT. Tilgangur þess er að fá starfsfólk til að samþykkja lægri laun og verri kjör.

Efling biður allt starfsfólk í veitingageiranum sem hefur fengið boð frá sínum atvinnurekanda um að taka þátt í þessum svikum að hafa samband við félagið án tafar með eyðublaðinu hér: https://efling.is/svikin-af-sveit/

Atvinnurekendur þóttust vera verkafólk þegar þeir fengu ekki kröfum sínum framgengt við Eflingu

SVEIT hefur á liðnum árum barist fyrir gerð kjarasamnings þar sem laun starfsfólks á veitingahúsum verði lækkuð miðað við núgildandi lögvarin kjör í kjarasamningi Eflingar við Samtök atvinnulífsins.

SVEIT reyndi í fyrstu að sannfæra Eflingu um að ganga til kjaraviðræðna við sig á þeim forsendum, en því hafnaði félagið. Dró SVEIT þá Eflingu fyrir Félagsdóm, sem úrskurðaði að Eflingu bæri engin skylda til að semja við SVEIT og staðfesti jafnframt að ákvæði kjarasamnings Eflingar við SA væru lögbundin lágmarkskjör í geiranum.

Í stjórn Virðingar sitja þrír einstaklingar, þar af tveir sem koma beint að rekstri veitingastaða sem eigendur eða stjórnarmenn. Ekki kemur á óvart að þeir veitingastaðir eru einmitt á félagaskrá SVEIT.

Ótal kjaraskerðingar

Kjarasamningur Virðingar við SVEIT felur í sér verulegar skerðingar á launum og réttindum starfsfólks, þar á meðal:

  • Dagvinnutími lengdur um þrjá klukkutíma eða frá kl. 17:00 til kl. 20:00, sem þýðir að þessa klukkutíma fær starfsfólk ekki greitt vaktaálag. Sama á við um laugardaga frá 08:00-16:00.
  • Kvöldvaktaálag er lækkað úr 33% í 31%.
  • Almennur starfsmaður á veitingahúsi með 1 árs starfsreynslu í geiranum mun, ef hann vinnur á kjörum SVEIT og Virðingar, verða fyrir launalækkun um 52.176 á mánuði eða sem nemur 10%.
  • Orlofsréttindi eru færð niður í lögbundið 24 daga lágmark, og öll orlofsávinnsla umfram það sem Efling hefur samið um við SA felld niður.
  • Réttur til launa í veikindum er skertur.

Þetta eru einungis nokkur dæmi af ótal kjaraskerðingum sem samningurinn felur í sér.

Eflingarfélagar standa saman og félagið er tilbúið til verja alla sem lenda í svikamyllu SVEIT

Trúnaðarmenn af vinnustöðum Eflingarfélaga vítt og breitt af vinnmarkaðinum fóru í gær þriðjudag í heimsóknir á veitingastaði á Höfuðborgarsvæðinu. Einn tilgangur heimsóknanna var að vara félagsmenn við að vera svikin af SVEIT og Virðingu.

Efling hvetur félagsmenn sem hafa verið beðnir að vinna undir gervi-kjarasamningi Virðingar til að hafa samband við félagið án tafar. Best er að nota eyðublað á vefsíðu félagsins til þess: https://efling.is/svikin-af-sveit/

Efling mun aðstoða allt verkafólk sem eru fórnarlömb þessarar svikamyllu, óháð því hvort þau hafa skrifað undir ráðningarsamning þar sem vísað er til gervi-kjarasamnings Virðingar og SVEIT. Verkafólk þarf ekki að sætta sig við að vera blekkt á þennan hátt, sama hvað atvinnurekandi kann að segja þeim.

Efling mun grípa til allra nauðsynlegra aðgerða til að koma í veg fyrir svik og blekkingar SVEIT og Virðingar gegn starfsfólki veitingahúsa.

Trúnaðarmenn Eflingar á leið í vinnustaðaheimsóknir til að vara við svikamyllu Virðingar og SVEIT.
Umræða
ShareTweet
Ritstjórn

Ritstjórn

AUGLÝSING
  • Salmonella staðfest

    Salmonella staðfest

    29 deilingar
    Share 12 Tweet 7
  • Strandveiðibátur sökk úti fyrir Patreksfirði

    16 deilingar
    Share 6 Tweet 4
  • Áskrifandi að kvóta og leigir fyrir milljónir af sundlaugabar í sólarlöndum

    22 deilingar
    Share 9 Tweet 6
  • Ungar konur réðust á gamla konu og stungu hana og lömdu

    84 deilingar
    Share 34 Tweet 21
  • Strandveiðisjómaður lést

    3 deilingar
    Share 1 Tweet 1
AUGLÝSING

Fréttatíminn © 2023

Hæ!

Login to your account below

Gleymt Lykilorð Nýskráning

Create New Account!

Fill the forms bellow to register

Fylla þarf út alla reiti. Skrá inn

Retrieve your password

Please enter your username or email address to reset your password.

Skrá inn

Viltu stykrja óháða blaðamennsku?

Með því að styrkja Fréttatímann gefur þú óháðri blaðamennsku sterkari rödd.


    This will close in 0 seconds

    Add New Playlist

    No Result
    View All Result
    • Fréttir
      • Innlent
      • Erlent
    • Viðskipti
    • Aðsent & greinar
    • Afþreying
    • Neytendur

    Fréttatíminn © 2023

    Are you sure want to unlock this post?
    Unlock left : 0
    Are you sure want to cancel subscription?