Veðurhorfur á landinu
Vestanátt, 13-23 m/s og él, hvassast SA-til, en úrkomulítið fyrir austan. Lægir heldur og rofar til upp úr miðnætti, en gengur í austan 13-18 með slyddu eða rigningu seinna í nótt, en norðaustan 18-23 með snjókomu eða skafrenningi á Vestfjörðum. Hiti 0 til 6 stig, mildast á Austfjörðum. Snýst í vestan 15-25 seinni partinn á morgun með éljagangi, fyrst syðst, en léttir til eystra og kólnar.
Spá gerð: 06.01.2020 18:40. Gildir til: 08.01.2020 00:00.
Gular viðvaranir
Veðurhorfur á landinu næstu daga
Á miðvikudag:
Vestan og síðan suðvestan 15-23 m/s og gengur á með éljum, en þurrt A-ast. Frost 0 til 5 stig, en frostlaust með S-ströndinni.
Á fimmtudag:
Suðvestan hvassviðri eða stormur og él, en heldur hægari og léttskýjað austantil á landinu. Frost 2 til 8 stig.
Á föstudag:
Ákveðin suðlæg átt með talsverðri rigningu, en úrkomuminna norðan heiða. Hiti 0 til 6 stig.
Á laugardag:
Suðvestlæg átt og éljagangur, en úrkomulítið um landið austanvert. Kólnar í veðri.
Á sunnudag:
Útlit fyrir norðlæga átt og ofankomu um norðanvert landið, annars þurrt. Kalt í veðri.