1.8 C
Reykjavik
Laugardagur - 28. janúar 2023
Auglýsing

Barðist gegn bólusetningum og lést vegna Covid19

Auglýsingspot_img

Nýjar fréttir

Auglýsingspot_img

Aðstoðar dómsmálaráðherra sem barðist hart gegn bólusetningum, lést vegna Covid-19

COVID-19

Kelly Ernby (46 ára), sem var lýst sem væntanlegri stjörnu í Repúblikanaflokknum í Bandaríkjunum, er nú látin, skömmu eftir að hún sagði fjölskyldu og vinum að hún hefði smitast af covid-19, að því er kemur fram í frétt Independent.

Kelly veiktist skömmu eftir að hún hélt ræðu þann 4. desember á viðburði á vegum Turning Point USA, samtökum sem vinna að því að efla íhaldssöm gildi í skóla- og menntakerfinu. Ekki er vitað hvar Ernby smitaðist en á Facebook-þræði sem birtist í kjölfar andláts hennar segir ekkill hennar, Mattias Ernby, að hún hafi ekki verið bólusett gegn Covid19.

Búist var við að Kelly Ernby heitin, sem starfaði sem aðstoðar dómsmálaráðherra í Orange-sýslu fyrir utan Los Angeles, myndi bjóða sig fram í kosningum í Kaliforníuríki á þessu ári. Hún hefur ítrekað sett sig upp á móti lögbundinni bólusetningu, bæði fyrir og nú á meðan á heimsfaraldrinum stendur.

„Það er ekkert sem hefur meira vægi en persónuleg réttindi okkar núna,“ sagði hún á þinginu og ,,ég held að stjórnvöldum ætti ekki að vera sama um hvaða bóluefni fólk tekur. Ég held að það sé ákvörðun milli lækna og sjúklinga.“ – Kalifornía hefur orðið illa úti vegna útbreiðslu Omicron afbrigðisins. Að sögn ríkisins hafa að meðaltali 22.794 nýjar sýkingar verið skráðar daglega á síðustu átta vikum. 20,4 prósent prófa sýna jákvæða svörun sem er hærra hlutfall en nokkru sinni áður í heimsfaraldri.