Hugleiðingar veðurfræðings
Nú þegar þetta er skrifað er miðja mjög djúprar lægðar (932 mb) stödd 500 km VSV af Reykjanesi, eða um það bil miðja vegu milli Reykjaness og suðurodda Grænlands. Í gærkvöldi gengu skil frá lægðinni inná land með rigningu og stormi eða roki á Suður- og Vesturlandi, jafnvel enn hvassara á stöku stað þar sem vindur magnast upp vegna áhrifa landslags. Strormurinn geisaði af fullum þunga í alla nótt, en nú í morgunsárið er versta veðrið afstaðið.
Suðaustanáttin er nú minnkandi og um hádegisbilið verður hún nokkuð víða allhvöss, en hvassviðri á Vesturlandi með stormi á stöku stað. Það verður yfirleitt þurrt norðanlands í dag, en í öðrum landhlutum má búast við rigningu, að minnsta kosti öðru hvoru.
Það er síðan ekki fyrr en seint í dag að áðurnefnd lægð tekur að grynnast og fer til vesturs og fjarlægist landið. Þegar líður á kvöldið verður orðið rólegt veður á öllu landinu og það kólnar í veðri.
Á morgun er síðan meinlítil sunnanátt í kortunum. Dálítil rigning eða slydda sunnan- og vestanlands og hiti 0 til 5 stig. Þurrt og bjart á Norður- og Austurlandi með frosti á bilinu 0 til 5 stig.
Annað kvöld hvessir af austri á sunnanverðu landinu, en þá nálgast næsta lægð landið. Spár gera ráð fyrir hvassviðri nokkuð víða á landinu aðfaranótt laugardags og framan af laugardegi. Taka ber skýrt fram að þó að hvessi, þá er útlit fyrir mun skárra veður en var í veðurhamnum í gærkvöldi og í nótt. Spá gerð: 06.01.2022 06:30. Gildir til: 07.01.2022 00:00.
Veðuryfirlit
500 km VSV af Reykjanesi er víðáttumikil 932 mb lægð sem þokast N í dag, en V í kvöld og nótt og grynnist.
Samantekt gerð: 06.01.2022 07:28.
Veðurhorfur á landinu
Suðaustanátt, víða 13-20 m/s. Úrkomulítið N-lands, annars rigning með köflum og talsverð úrkoma á Austfjörðum og Suðausturlandi fram eftir degi. Hiti 1 til 7 stig. Lægir talsvert í kvöld og kólnar.
Sunnan 5-10 á morgun, en hvassara vestast. Dálítil rigning eða slydda S- og V-lands og hiti 0 til 5 stig. Þurrt og bjart á N- og A-landi með frosti á bilinu 0 til 5 stig. Hvessir af suðaustri á sunnanverðu landinu annað kvöld.
Spá gerð: 06.01.2022 09:36. Gildir til: 08.01.2022 00:00.
Veðurhorfur á höfuðborgarsvæðinu
Suðaustan 13-18 m/s og rigning með köflum, hiti 3 til 6 stig. Minnkandi sunnanátt síðdegis, 5-10 í kvöld og þurrt að kalla. Kólnandi veður.
Suðaustan 8-13 á morgun og dálítil rigning eða slydda, hiti 1 til 4 stig. Vaxandi suðaustanátt annað kvöld.
Spá gerð: 06.01.2022 09:39. Gildir til: 08.01.2022 00:00.
Veðurhorfur á landinu næstu daga
Á laugardag:
Austan 13-20 m/s, en lægir talsvert síðdegis. Rigning eða slydda SA- og A-lands, en úrkomulítið í öðrum landshlutum. Hiti yfirleitt 0 til 5 stig.
Á sunnudag:
Austan 5-13 og þurrt að kalla, hiti í kringum frostmark. Hvessir seinnipartinn og fer að rigna á S-verðu landinu um kvöldið.
Á mánudag:
Breytileg átt og rigning eða slydda. Vaxandi norðvestanátt síðdegis, hvassviðri og slydda eða snjókoma um kvöldið en þurrt sunnan heiða. Kólnandi veður.
Á þriðjudag:
Norðvestanátt og snjókoma NA-til í fyrstu, frost víða 0 til 5 stig. Snýst síðan í suðlæga átt með slyddu eða rigningu og hlýnar heldur, fyrst S- og V-lands.
Á miðvikudag:
Suðvestanátt og él, en þurrt á A-landi.