Samkvæmt bráðabirgðatölum fyrir janúar 2019 nam fob verðmæti vöruútflutnings 57,6 milljörðum króna og fob verðmæti vöruinnflutnings 53,1 milljarði króna. Vöruviðskiptin í janúar, reiknuð á fob verðmæti, voru því hagstæð um 4,6 milljarða króna. Í janúar 2018 voru vöruviðskiptin hins vegar óhagstæð um 2,8 milljarða króna á gengi hvors árs.¹ Án skipa og flugvéla voru vöruviðskipti í janúar 2019 hagstæð um 4,2 milljarða króna samanborið við 2,8 milljarða króna halla í janúar 2018.
Í janúar 2019 var verðmæti vöruútflutnings 9,3 milljörðum króna hærra en í janúar 2018 eða 19,1% á gengi hvors árs. Hækkunina á milli ára má að mestu rekja til aukins verðmætis í útflutningi á sjávarafurðum og iðnaðarvörum.
Verðmæti vöruinnflutnings í janúar 2019 var 1,9 milljörðum króna hærra en í janúar 2018 eða 3,7% á gengi hvors árs. Mest aukning var á innflutningi fjárfestingavara.
Hafa skal í huga að hér er um bráðabirgðatölur að ræða. Niðurstöður gætu breyst eftir endurskoðun í lok mánaðar.
Talnaefni