Þorgeir Örlygsson, fyrrverandi forseti Hæstaréttar, verður formaður starfshóps sem verður falið að rýna lagaumgjörð hvalveiða, þ.m.t. alþjóðlegar skuldbindingar ríkisins, valdheimildir og skyldur stjórnvalda á þeim grundvelli.
Katrín Jakobsdóttir, sem gegnir embætti matvælaráðherra um þessar mundir, hefur skipað starfshópinn sem er ætlað að skila skýrslu þar sem fram komi valkostagreining um mögulegar leiðir til úrbóta og stefnumótunar. Valkostir skulu bæði taka mið af áframhaldandi veiðum sem og takmörkun eða banni við veiðum til framtíðar. Skýrslunni er ætlað að vera grundvöllur fyrir framtíðarstefnumótun um hvalveiðar.
Starfshópinn skipa:
- Þorgeir Örlygsson, fyrrverandi forseti Hæstaréttar, formaður
- Dr. Aðalheiður Jóhannsdóttir, prófessor í umhverfis- og auðlindarétti við Háskóla Íslands
- Árni Kolbeinsson, fyrrverandi forseti Hæstaréttar
- Dr. Snjólaug Árnadóttir, forstöðumaður Sjálfbærni- og loftslagsréttarstofnunar Háskólans í Reykjavík og dósent
- Trausti Fannar Valsson, forseti lagadeildar Háskóla Íslands og dósent í stjórnsýslurétti
Umræða