4.8 C
Reykjavik
Fimmtudagur - 26. janúar 2023
Auglýsing

,,Ég ætla að breyta því sem ég get ekki sætt mig við''

Auglýsingspot_img

Nýjar fréttir

Auglýsingspot_img

Í aðdraganda 8. mars:

Sólveig Anna Jónsdóttir

Sólveig Anna Jónsdóttir skrifar um kjarabaráttuna og hvetur til góðrar mætingar á föstudaginn:
,,Ég til­heyri stétt lág­launa­kvenna og mér finnst fárán­legt að yfir­stétt karla ætlist ein­fald­lega til þess að ég við­ur­kenni að líf lág­launa­kon­unnar sé aug­ljós­lega minna virði en líf þeirra, að tími lág­laun­kon­unnar sé frá nátt­úr­unnar hendi millj­ón, nei, millj­arð-sinnum minna virði en tími ríka karls­ins, að ég bugti mig og beygi fyrir lög­málum kerfis sem tekur ekk­ert til­lit til mín eða þarfa minna.
Ég er lág­launa­kona og mér finnst fárán­legt að yfir­stétt karla haldi að ég muni nokkru sinni við­ur­kenna að líf lág­launa­kon­unnar sé svo lít­ils virði að það megi ekki einu sinni berj­ast fyrir því að grund­vall­ar­hug­myndir lýð­ræð­is­sam­fé­lags­ins um frelsi og rétt­læti eigi líka við um hana.
Ég er lág­launa­kona og ég mun aldrei hætta að trúa á draum­inn um að lág­launa­konan fái loks­ins notið rétt­lætis og sann­girni í íslensku sam­fé­lagi. Ég er lág­launa­kon­u-­femínisti og ég segi eins og Ang­ela Dav­is: Ég ætla ekki lengur að sætta mig við það sem ég get ekki breytt. Ég ætla að breyta því sem ég get ekki sætt mig við.
Ég er lág­launa­kon­u-­femínisti og ég ein­fald­lega krefst þess að fámenn yfir­stétt karla kom­ist ekki lengur upp með að taka allar ákvarð­anir sem snúa að efna­hags­legri til­veru minni og þeirra kvenna sem hafa verið dæmdar til að bera fárán­legar byrðar í nafni sam­ræmdrar lág­launa­stefnu. Ég ein­fald­lega krefst þess að sú sam­fé­lags­lega grimmd­ar-­gildra, sem gerir það að verkum að það er sama hvert lág­launa­konan snýr sér, hún fær lítið borgað hér og lítið borgað þar, verði tekin sam­stundis úr sam­bandi.
Það er kúgun fólgin í því að dæma aðra mann­eskju til þess að fá ekki nóg til að fram­fleyta sér, það er kúgun fólgin í því að bil­ast af frekju þegar mann­eskjan kvartar undan stöðu sinni og það er kvenna­kúgun fólgin í því að ætla að kremja bar­áttu lág­launa­kvenna fyrir rétt­læti.
Það er löngu tíma­bært að íslenskir karlar sem til­heyra efna­hags­legri og póli­tískri valda­stétt hætti að ein­blína á eigin lang­anir og þarfir og fari, í fyrsta skipti, að hugsa um þarfir og lang­anir ann­arra.
Þeir eiga að byrja á þörfum og löng­unum lág­launa­kvenna og með því sýna sátta­vilja, sýna fram á get­una til að hugsa um hlut­ina öðru­vísi en ein­göngu út frá eigin sjón­ar­mið­um, get­una til að sýna til­lits­semi, get­una til að hlusta, skilja og þroskast.
Við lág­launa­konur erum í stétta­bar­áttu. Bar­áttan okkar snýst um betri laun og öruggt hús­næði á eðli­legu verði. Hún snýst um mögu­leik­ana á að vera eitt­hvað meira en ódýrt vinnu­afl, um brauð og rós­ir. Hún snýst um lýð­ræði, frelsi og rétt­læti. Hún er óum­flýj­an­leg og henni ber að fagna. Hún er kvenna­bar­átta og því ber að fagna.
Að lok­um.
Ég umorða loka­orð Bar­böru Ehren­reich í bók sinni um líf lág­launa­fólks, Nickel and Dimed örlítið og geri að mín­um:
Dag einn munu þær þreyt­ast á því að upp­skera svo lítið og krefj­ast þess að fá það greitt sem þær eiga skil­ið. Þessum degi mun fylgja mikil reiði, honum fylgja verk­föll og upp­nám. En ver­öldin ferst ekki og við verðum á end­anum öll betur sett.
Sjá­umst 8. mars.“