Farþegaskipið Særún losnaði af sjálfsdáðum af strandstað um Kl.15:30 í gær Þegar sjór hafi fallið nægjanlega undir það. Einhver leki virðist vera frá skipinu og örlítil olía seytlar úr olíutanki, skipið sigldi undir eigin vélarafli, til hafnar í stykkishólmi þar sem áætlað er að skipið verði tekið í slipp.
Starfsmenn umhverfisstofnunnar bíða þar með viðeigandi búnað ef á þarf að halda.
Björgunarskip og björgunarbátar slysavarnarfélagsins landsbjargar fylgja skipinu auk þess að þyrla landhelgisgæslunnar hefur verið til taks ef á þarf að halda.
Meðfylgjandi eru myndir sem voru teknar af áhöfn þyrlu landhelgisgæslunnar.
Umræða