Tveir menn voru handteknir
Kona um sextugt fannst látin í heimahúsi í Hafnarfirði í nótt. Tveir karlar, annar um þrítugt og hinn á sextugsaldri, voru handteknir vegna málsins. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu.
Tilkynning um málið barst lögreglunni klukkan hálf tvö í nótt og Þegar lögregla kom á vettvang var konan látin. Mennirnir tveir sem voru á heimilinu voru handteknir í þágu rannsóknarinnar, segir í tilkynningunni. Rannsóknin beinist meðal annars að því hvort mennirnir hafi átt þátt í andláti konunnar. Ekki hefur verið fram fram á gæsluvarðhald yfir mönnunum en það skýrist í dag.
Umræða