Tryggingastofnun er óheimilt er að skerða sérstaka framfærsluuppbót á þeim forsendum að bótaþegi hafi búið hluta starfsævi sinnar erlendis. Þetta er niðurstaða dóms Hæstaréttar í dag í máli öryrkja gegn Tryggingastofnun. Ljóst er að málið gæti kostað ríkið nokkra milljarða og árlega hundruði milljóna króna.
Konan var metin með hámarksörorku (75%) frá 1. mars 2011 og er íslenskur ríkisborgari en bjó aðeins tímabundið í Danmörku. Í samræmi við lög um almannatryggingar á fólk rétt á fullum bótum hafi það búið 40 ár á Íslandi milli 16 og 67 ára aldurs, en hafi það búið styttra fær það bætur í hlutfalli við búsetutímann. Fær konan því 78,5% af fullum örorkulífeyri á Íslandi samkvæmt því viðmiði.
,, Loksins er komin þessa réttláta niðurstaða, ömurlegt að hafa þurft að fara í gegnum öll dómstig til að fá niðurstöðu sem var eiginlega augljós frá upphafi. Það er ástæða til að gleðjast yfir þessari niðurstöðu sem mun bæta haga margra sem verst hafa kjörin. Þetta er umhugsunarverð niðurstaða fyrir TR.