,,þessi sannkallaði glæpamávur er nú eftirlýstur hjá lögreglu“
Það eru ýmis verkefni sem að lögreglan þarf að glíma við og lögreglan á Suðurnesjum segir frá einu slíku:
Lögreglumenn í almennu eftirliti í gærkvöldi veittu athygli mávs sem flaug fyrir ofan lögreglubifreið þeirra. Í fyrstu fannst þeim eins og að mávurinn væri með dýr í gogginum en þegar betur var aðgáð sáu þeir að um veski var að ræða.
Þeir veittu mávinum eftirför og náðu honum skammt frá þar sem hann lenti til að kíkja á feng sinn. Í veskinu voru skilríki og var hægt að hafa samband við eigandann. En hann hafði séð mávinn fljúga á brott með veskið sitt.
Eigandinn var himinlifandi með að endurheimta veskið en þessi sannkallaði glæpamávur er nú eftirlýstur hjá lögreglu.
Umræða