-4.2 C
Reykjavik
Fimmtudagur - 9. febrúar 2023
Auglýsing

Ný lög­ um öku­tækja­trygg­ing­ar – Tengi­vagnar ekki alltaf tryggðir

Auglýsing

Auglýsing

Nýjar fréttir

Auglýsing

All­ir tengi­vagn­ar t.d. Hjólhýsi, kerr­ur, hesta­kerr­ur, tjald­vagn­ar og felli­hýsi

Með nýj­um lög­um um öku­tækja­trygg­ing­ar, sem tóku gildi 1. janú­ar 2020, telst tengi­vagn* eða annað tæki sem fest er við öku­tæki sem ein heild. Það þýðir að ábyrgðartrygg­ing öku­tæk­is nær ekki yfir tjón sem verður á tengi­vagni óháð eign­ar­haldi. Áður tók ábyrgðartrygg­ing­in á slíku tjóni ef eig­andi eft­ir­vagns var ekki ökumaður eða eig­andi öku­tæk­is­ins. 


Dæmi: A fær kerru lánaða hjá B og lend­ir í öku­tækja­tjóni sem hann er vald­ur af.
  • Fyr­ir laga­breyt­ingu:
    Tjón á kerru greiðist úr ábyrgðartryggingu ökutækis A.
  • Eft­ir laga­breyt­ingu:
    Tjón á kerru greiðist ekki úr ábyrgðartryggingu ökutækis A.

Ábyrgðartrygg­ing öku­tæk­is tek­ur áfram á tjón­um sem verða vegna öku­tæk­is sem dreg­ur tengi­vagn, að vagni frá­töld­um.
Til að tryggja tengi­vagn­inn sjálf­an þarf að kaskó­tryggja hann. Þess ber að geta að kaskó­trygg­ing öku­tæk­is nær aldrei yfir tengi­vagn­inn.
Ef þú átt tengi­vagn, hvetj­um við þig til að fara vel yfir trygg­ing­ar þínar.
*all­ir tengi­vagn­ar t.d. kerr­ur, hesta­kerr­ur, tjald­vagn­ar og felli­hýsi.