Tilkynnt var um líkamsárás í miðborginni um klukkan tvö í nótt. Unglingahópur réðst á tvo menn með spörkum og höggum.
Árásaraðilarnir voru farnir af vettvangi þegar lögregla mætti á svæðið. Sjúkrabifreið kom á vettvang en ekki er vitað um áverka hjá árásarþolum að svo stöddu.
Málið er í rannsókn hjá lögreglu.
Umræða