Útgerðarmenn vilja greiða fimmfalt hærra gjald til þjóðarinnar – Kauptilboð til ríkisstjórnarinnar í kvóta
Magnús Guðbergsson, útgerðarmaður og skipstjóri, hefur gert lögformlegt kauptilboð til ríkisstjórnar Íslands nú á sjómannadag, sem nemur fimmföldu því veiðigjaldi sem ríkisstjórnin hefur samið um. ,,Þjóðin fær 15 milljarða í veiðigjald fyrir aðeins eina fisktegund og þá eru allar aðrar fistegundirnar eftir. Þið getið margfaldað þá upphæð með næstum því 40, en það fer að nálgast 40 ár sem þetta ónýta kvótakerfi sem var tilraun sem mistókst, hefur verið í gangi“ segir Magnús.
Athygli er vakin á því að í greiðslu á veiðigjaldi til þjóðarinnar, munu útgerðarmenn skuldbinda sig til að greiða fast gjald fyrir hvert tonn, án þess að tengja það við afkomu eða ,,bókhaldsbrellur“ til að komast hjá því að greiða auðlindagjald til þjóðarinnar sem sé eigandi kvótans. Afrit af kauptilboðinu er hér að neðan, en mikill fjöldi útgerðarmanna munu einnig senda samhljóða kauptilboð til ríkisstjórnarinnar. Kauptilboðið er vottað af Guðmundi Franklín Jónssyni og Glúmi Baldvinssyni hjá Frjálslynda lýðræðisflokknum.
Discussion about this post