• Auglýsingar
  • Fréttaskot
  • Hafa samband
  • Styrkja
  • Innskráning
  • Nýskráning
Laugardagur, 14. júní 2025
FRÉTTATÍMINN
  • Forsíða
  • Fréttir
    • Innlent
    • Erlent
    • Viðskipti
  • Aðsent & greinar
  • Veiði
  • Afþreying
  • Neytendur
  • Forsíða
  • Fréttir
    • Innlent
    • Erlent
    • Viðskipti
  • Aðsent & greinar
  • Veiði
  • Afþreying
  • Neytendur
No Result
View All Result
FRÉTTATÍMINN
No Result
View All Result
  • Innlent
  • Erlent
  • Viðskipti
  • Aðsent & greinar
  • Afþreying
  • Neytendur

 

 

Bótasjóður tryggingafélaganna er kominn í 75 milljarða

Bótasjóður tryggingafélaganna er kominn í 75 milljarða

FÍB hefur lengi gagnrýnt tryggingafélögin fyrir oftekin iðgjöld bílatrygginga

Ritstjórn skrifað af Ritstjórn
6. júní 2025
in Fréttir, Innlent, Viðskipti
A A
0

FÍB hefur lengi gagnrýnt tryggingafélögin fyrir oftekin iðgjöld bílatrygginga, sem eru notuð til að byggja upp bótasjóð til að mæta óvissu í tjónagreiðslum vegna umferðarslysa. Á máli tryggingafélaganna kallast bótasjóðurinn vátryggingaskuld. Þessi sjóður stendur nú í 75 milljörðum króna og gefur tryggingafélögunum árlega dágóðar fjármagnstekjur af skattfrjálsum höfuðstól.

Tryggingafélögin þurfa vissulega að eiga öflugan sjóð til að bregðast við háum tjónakröfum sem gætu komið fram mörgum árum eftir slys. En er óvissan upp á 75 milljarða?

Sífelld hækkun

Árið 2016 nam bótasjóðurinn 52 milljörðum króna á núvirði. Það ár voru látnir og slasaðir í umferðinni 233 talsins. Níu árum síðar, 2024 var fjöldi látinna og slasaðra í umferðinni 241. Aukning um 3% en á sama tíma var búið að bæta 23 milljörðum króna í bótasjóðinn, sem er 45% hækkun.

Með öðrum orðum, tryggingafélögunum nægði 52 milljarða króna bótasjóður fyrir 9 árum til að mæta óvissu. Núna hafa þau sankað að sér 23 milljörðum til viðbótar án þess þó að umferðarslysum hafi fjölgað í gegnum tíðina og óvissan þar með aukist. Raunar er það svo að 2020 og 2021 fækkaði slysum á fólki verulega, en bíleigendur nutu þess ekki í lækkuðum iðgjöldum. Þvert á móti skiluðu tryggingafélögin methagnaði þessi ár í boði bíleigenda.

Bíleigendur standa undir 60% allra bótasjóða í skaðatryggingum. Fjármálaeftirliti Seðlabankans ber að gæta þess að bótasjóðirnir tútni ekki út umfram þörf. Engin dæmi eru samt þekkt um að fjármálaeftirlitið hafi sett bremsu á sjóðasöfnunina. FÍB sendi fyrirspurn til fjármálaeftirlitsins hvort þess væru dæmi, en fékk engin svör.

Sjá einnig FÍB kvartar til Samkeppniseftirlitsins

Umræða
Share1Tweet1
Ritstjórn

Ritstjórn

AUGLÝSING
  • Níu handteknir vegna innflutnings á kókaíni

    Lögreglan rannsakar alvarlegt atvik á hóteli – Einni hæð hót­els­ins lokað af sér­sveitinni

    9 deilingar
    Share 4 Tweet 2
  • Húsleit í miðborginni

    4 deilingar
    Share 2 Tweet 1
  • Látinn eftir stórfellda líkamsárás

    93 deilingar
    Share 37 Tweet 23
  • Þögn vegna ótta – Umræða sem íslendingar þora ekki að taka

    3 deilingar
    Share 1 Tweet 1
  • Andlegu málin með Gísla Hvanndal: Katrín Lind Hönnudóttir miðill og heilari

    45 deilingar
    Share 18 Tweet 11
AUGLÝSING

Fréttatíminn © 2023

Hæ!

Login to your account below

Gleymt Lykilorð Nýskráning

Create New Account!

Fill the forms bellow to register

Fylla þarf út alla reiti. Skrá inn

Retrieve your password

Please enter your username or email address to reset your password.

Skrá inn

Viltu stykrja óháða blaðamennsku?

Með því að styrkja Fréttatímann gefur þú óháðri blaðamennsku sterkari rödd.


    This will close in 0 seconds

    Add New Playlist

    No Result
    View All Result
    • Fréttir
      • Innlent
      • Erlent
    • Viðskipti
    • Aðsent & greinar
    • Afþreying
    • Neytendur

    Fréttatíminn © 2023

    Are you sure want to unlock this post?
    Unlock left : 0
    Are you sure want to cancel subscription?