• Auglýsingar
  • Fréttaskot
  • Hafa samband
  • Login
Föstudagur, 2. júní 2023
FRÉTTATÍMINN
  • Forsíða
  • Innlent
  • Erlent
  • Viðskipti
  • Aðsent & greinar
  • Afþreying
  • Neytendur
  • Forsíða
  • Innlent
  • Erlent
  • Viðskipti
  • Aðsent & greinar
  • Afþreying
  • Neytendur
No Result
View All Result
Frettatiminn
No Result
View All Result

Mörg útköll hjá Landhelgisgæslunni

ritstjorn by ritstjorn
6. júlí 2019
in Fréttir, Innlent
0

Share on FacebookShare on Twitter

 
Skipsstjóri íslensks togskips, sem var að koma úr Barentshafi, hafði samband við stjórnstöð Landhelgisgæslunnar og óskaði eftir aðstoð vegna manns sem hafði slasast á fæti. Skipið var þá statt um 450 sjómílur NA af Langanesi og eftir samráð við þyrlulækni var ákveðið að skipið sigldi nær landi. Laust eftir klukkan 16 í gær tók TF-LIF, þyrla Landhelgisgæslunnar, á loft frá Reykjavíkurflugvelli en auk hennar var þyrlan Eir einnig kölluð út til að vera til taks fyrir Líf, ef á þyrfti að halda. 
Þá var TF-SIF, flugvél Landhelgisgæslunnar, sömuleiðis kölluð út til að fylgja TF-LIF á vettvang en áhöfnin á flugvélinni veitti áhöfn Lífar mikilvægar upplýsingar um veður- og skýjafar á leiðinni. Öll tiltæk loftför Landhelgisgæslunnar tóku því þátt í útkallinu. Áhöfnin á TF-EIR flaug til Egilsstaða þar sem hún var í viðbragðsstöðu fyrir TF-LIF enda var skipið statt djúpt NA af landinu.
Áhöfnin á TF-LIF tók eldsneyti á Þórshöfn áður en hún hélt að skipinu en þangað var þyrlan komin um klukkan 20 í gærkvöld. Þá var togskipið um 118 sjómílur NA af Langanesi. Skipverjinn var hífður um borð í þyrluna og á bakaleiðinni flaug TF-SIF á undan þyrlunni og veitti upplýsingar um veðurfar.
Þyrlan lenti svo á Reykjavíkurflugvelli laust eftir klukkan 23 en þaðan var skipverjinn fluttur með sjúkrabíl á Landspítalann. Útkallið var gott dæmi um afar góða samvinnu áhafna þyrlanna, flugvélarinnar, varðstjóra í stjórnstöð Landhelgisgæslunnar og áhafnar togskipsins.
Þar með var annasömum degi áhafnarinnar á TF-LIF ekki lokið því nokkru síðar, klukkan 1:02, tók þyrlan aftur á loft frá Reykjavík. Nú vegna alvarlegra veikinda í Landmannahelli. Þangað var þyrlan komin um klukkustund síðar og flutti sjúklinginn á Landspítalann í Fossvogi.
TF-LIF fór alls í þrjú útköll á fjórtán klukkustundum en í hádeginu í gær voru tveir fluttur með þyrlunni á slysadeild Landspítalans eftir umferðarslys á suðurlandi.
TF-SIF
TF-SIF að loknu útkalli gærkvöldsins.
TF-LIF-a-flugi-i-gaer
TF-LIF á flugi í gær. Myndir teknar úr TF-SIF.

  • Ný gögn í Madeleine McCann málinu

    Ný gögn í Madeleine McCann málinu

    0 shares
    Share 0 Tweet 0
  • Björguðu sex manns úr vatni

    0 shares
    Share 0 Tweet 0
  • Mótmæli við Alþingi – ,,Vanhæf ríkisstjórn“

    0 shares
    Share 0 Tweet 0
  • ,,Þetta er ógeðslegt þjóðfélag“

    0 shares
    Share 0 Tweet 0
  • Lögreglumál: Ábúendur verði sviptir heimild til að hafa dýr í sinni umsjá

    0 shares
    Share 0 Tweet 0
ADVERTISEMENT

Fréttatíminn © 2023

No Result
View All Result
  • Home
  • Landing Page
  • Buy JNews
  • Support Forum
  • Contact Us

Fréttatíminn © 2023

Welcome Back!

Login to your account below

Forgotten Password?

Retrieve your password

Please enter your username or email address to reset your password.

Log In
Are you sure want to unlock this post?
Unlock left : 0
Are you sure want to cancel subscription?