Hugleiðingar veðurfræðings
Lægð vestur af Skotlandi veldur því að norðaustlægir vindar ríkja á landinu í dag, en heldur austlægari á morgun. Skýjað á norðan- og austanverðu landinu og sums staðar þokuloft eða súld, en léttskýjað suðvestan til. Hiti að 18 stigum sunnan heiða í dag, en mun svalara úti við norður- og austurströndina. Skil lægðarinnar nálgast seint á morgun og hvessir þá og fer að rigna á Suðausturlandi um kvöldið, en hlýnar ögn í veðri. Heggur hiti þá nærri 20 stigum í uppsveitum Suðurlands og jafnvel einnig á Vesturlandi.
Hæg austlæg eða breytileg átt á laugardag, dálítil væta suðaustanlands til Austfjarða, annars bjart og hlýtt veður með hita yfir 20 stigum þegar best lætur.
Veðurhorfur á landinu
Norðaustan 3-10 m/s, en 8-15 suðaustantil. Bjart með köflum, en skýjað á austanverðu landinu og sums staðar dálítil væta. Hiti 8 til 18 stig, hlýjast sunnan heiða. Svipað veður á morgun, en bætir heldur í vind eftir hádegi. Hlýnandi. Fer að rigna á Suðaustur- og Austurlandi annað kvöld.
Spá gerð: 06.07.2023 10:10. Gildir til: 08.07.2023 00:00.
Veðurhorfur á landinu næstu daga
Á laugardag:
Austlæg eða breytileg átt 3-8 m/s, en 8-13 við suðausturströndina. Dálítil væta suðaustan- og austantil, en bjart að mestu á Norður- og Vesturlandi. Hiti víða 13 til 20 stig.
Á sunnudag:
Norðaustan 3-10 og rigning með köflum, en yfirleitt þurrt og bjart vestantil á landinu. Hiti 10 til 22 stig, hlýjast á Suðurlandi.
Á mánudag:
Norðaustan 5-13 og rigning með köflum, en yfirleitt þurrt um landið norðvestanvert. Hiti 7 til 17 stig, mildast suðvestanlands.
Á þriðjudag:
Norðlæg átt og rigning, en þurrt að kalla á vestanverðu landinu. Kólnar í veðri.
Á miðvikudag:
Norðlæg eða breytileg átt og dálitlar skúrir. Hiti 5 til 15 stig, mildast sunnan heiða.
Spá gerð: 06.07.2023 08:35. Gildir til: 13.07.2023 12:00.