Einstaklingur búsettur í Vestmannaeyjum náði að lauma sér um borð skemmtiferðaskipið Scenic Eclipse fyrr í dag. Hvort það hafi verið fyrir forvitnissakir eða annað er ekki vitað.
„Eina sem við vitum er að þetta er útlendingur sem býr í Eyjum og ákvað að kíkja um borð en var stuttu síðar vísað frá borði. Lögregla var ekki kölluð til heldur barst þetta okkur til eyrna“ sagði Stefán Jónsson, yfirlögregluþjónn, í samtali við Eyjafréttir/Eyjar.net.
Skemmtiferðaskipum fjölgar hratt hér við land og þessi mynd var tekin í dag af skemmtiferðaskipum í Sundahöfn í Reykjavík.
Umræða