Fréttir frá LRH 17.00-05.00, dagbók þann 6. Júlí 2024
Lögreglustöð 1 – Seltjarnarnes, Vesturbær, Miðbær og Austurbær
- Ökumaður bifreiðar handtekinn grunaður um akstur undir áhrifum ávana- og fíkniefna. Ökumaður reyndist sviptur ökurétti. Ökumaður laus úr haldi lögreglu að sýnatöku lokinni og fékk maka sinn til að sækja sig á lögreglustöðina. Stuttu síðar var ökumaðurinn sem hafði nýverið stöðvaður og handtekinn vegna gruns um fíkniefnaakstur stöðvaður af annarri lögregluáhöfn tveimur götum frá lögreglustöðinni við Hverfisgötu. Ökumaðurinn því handtekinn á ný grunaður um akstur undir áhrifum fíkniefna og fyrir að aka bifreið sviptur ökurétti í þriðja sinn. Ökumaðurinn var laus úr haldi lögreglu að sýnatöku lokinni.
- Ökumaður sektaður fyrir of hraðan akstur þar sem mældur hraði reyndist 92 km/klst. á vegkafla sem er 50 km/klst. Ökumaður játar sök.
- Ökumaður handtekinn grunaður um akstur undir áhrifum ávana- og fíkniefna. Hefðbundið ferli.
Lögreglustöð 2 – Hafnarfjörður og Garðabær
- Tilkynnt var um umferðarslys þar sem bifreið var ekið aftan á aðra þar sem hún var kyrrstæð á umferðarljósum. Önnur bifreiðin flutt af vettvangi með dráttarbifreið. Einni farþegi fluttur með sjúkrabifreið til frekari skoðunar vegna minniháttar áverka.
- Ökumaður handtekinn, grunaður um akstur undir áhrifum ávana- og fíknefna og lyfja. Fluttur á lögreglustöð þar sem dregið var úr honum blóð. Ökumaður laus úr haldi að blóðsýnatöku lokinni.
- Tilkynnt um umferðaróhapp þar sem bifreið er ekið á umferðarskilti. Tilkynnandi sér aðilana reyna að losa bifreiðina og segir þá augljóslega undir áhrifum. Lögregla fer á vettvang, báðir aðilar handteknir, grunaðir um ölvunarakstur. Þeir fluttur á lögreglustöð þar sem blóðsýni verða dregin úr þeim og þeir síðan vistaðir í fangaklefa þar til hægt verður að yfirheyra þá þar sem þeir voru ekki staðnir að akstrinum. Það er því enn óljóst hvor aðilinn ók bifreiðinni.
Lögreglustöð 3 – Kópavogur og Breiðholt
- Tilkynnt um árekstur tveggja bifreiða í hverfi 109 þar sem talið er að 5-6 einstaklingar hafi orðið fyrir háorkuáverkum. Lögregla fer á vettvang, lokar fyrir umferð og rannasakar málið. Ástand farþegar og ökumanna óþekkt þegar tölvupóstur þessi er ritaður.
- Ökumaður sektaður fyrir of hraðan akstur þar sem mældur hraði reyndist 117 km/klst. á vegkafla þar sem hámarkshraði er 80 km/klst. Ökumaður játar sök.
Lögreglustöð 4 – Grafarvogur, Árbær og Mosfellsbær
- Tilkynnt um umferðarslys sem olli eignatjóni en ekki slys á fólki. Bifreiðin óökufær og hún dregin af vettvangi með dráttarbifreið, ökumaður kom sér sjálfur á Bráðamóttöku til frekari skoðunar.
Umræða