Þjóðveginum um Eldhraun, vestan við Holtsveg og Kirkjubæjarklaustur hefur verið lokað vegna vatns úr Skaftárhlaupi sem flæðir yfir veginn á um 500 metra kafla. Fólki er bent á að fylgjast með á vefsíðu vegagerðarinnar. Þjóðvegurinn er að skemmast og það styttist í að hann rofni í sundur.
Ökumönnum austan Kirkjubæjarklaustur er beint um hjáleið við Meðallandsveg
Þjóðvegur 1 í Eldhrauni hefur verið lokað en hjáleið er um veg 204, Meðaland.
Vegna Skaftárhlaups er brúin yfir Eldvatn (á vegi 208) lokuð allri umferð. Einnig er lokað inn á veg F208 bæði við Hvamm í Skaftártungum og við Landmannalaugar. Þeim tilmælum er beint til vegfaranda að vera ekki á ferð í nágrenni við flóðið. Ökumenn mega búast má við umferðarteppu á svæðinu. Vegurinn er um 50-60 kílómetra langur og ferðatími lengist töluvert þar sem að um mjög slæman vegslóða er um að ræða sem er einbreiður á köflum.
Umræða