Bandaríski kvikmyndaleikarinn, Burt Reynolds er látinn, 82 ára að aldri, hann lést á sjúkrahúsi í Flórída. Reynolds gekkst undir hjartaaðgerð fyrir um átta árum síðan en banamein hans var hjartaslag.
Fjölmiðlar víða um heim greindu frá andláti hans nú í kvöld.
Myndir sem Burt Reynolds lék í á áttunda áratug síðustu aldar, voru mjög vinsælar og lifðu bæði góðu lífi í kvikmyndahúsum og seldust út allan heim og voru vinsælar á vídeóleigum, víða.
Hann var einn helsti og dáðasti leikari í Hollywood og lék í hasarmyndum á borð við Smokey And The Bandit og einnig í myndinni Boogie Nights sem hann var tilnefndur til Óskarsverðlauna árið 1998 og í myndinni Deliverance.
Reynolds átti að baki sextíu ára feril á hvíta tjaldinu. Hann var tvíkvæntur og lætur eftir sig einn son.