Síðasta sólarhring fóru sjúkrabílar SHS í 80 sjúkraflutninga sem telst kannski ekki vera mikið, miðað við síðustu daga. Hins vegar voru 30 útköll af þeim forgangsútköll sem verður að teljast ansi mikið.
Fjöldi Covid flutninga voru þrír. Slökkvibílar SHS fóru í sex útköll og voru útköllin af mismunandi toga, sem dæmi þá var farið inn í eld í íbúð, þá var unnið að hreinsun á hættulegu efni eftir umferðarslys og einnig útkall, þar sem slösuðum einstaklingi, var bjargað úr höfninni.
Umræða