
Íslandsbanki mun hækka vexti á morgun í kjölfar þess að Seðlabankinn hækkaði stýrivexti úr einu prósenti í 1,25 prósent í lok síðasta mánaðar að því er fram kemur í frétt á rúv.is. Breytilegir vextir hækka um 0,15 prósentustig. Þá hækka óverðtryggðir kjörvextir um 0,20 prósentustig og yfirdráttarvextir einstaklinga og fyrirtækja um 0,25 prósentustig.

Arion banki hækkaði vexti á föstudaginn síðasta og Landsbankinn 1. september.
Breytilegir óverðtryggðir kjörvextir Ergo og vextir bíllána og bílasamninga hækka um 0,20 prósentustig og vextir sparnaðarreikninga hækka um 0,15 til 0,25 prósentustig.

Discussion about this post