Íslenska kvikmyndin Kuldi, sem byggð er á samnefndri metsölubók eftir Yrsu Sigurðardóttur, var frumsýnd þann 1. september og hefur metaðsókn verið á myndina frá því að sýningar hófust.
Þegar Óðinn byrjar að rannsaka áratuga gömul dauðsföll á unglingaheimili, fer hann að gruna að óhugnalegir atburðir þaðan tengist dularfullu sjálfsmorði eiginkonu hans. Rúmlega fimm þúsund manns mættu í bíó um helgina til að sjá myndina sem er mjög spennandi og hefur óvæntan endi.
Með aðalhlutverk fara: Jóhannes Haukur Jóhannesson, Elín Hall, Selma Björnsdóttir, Mikael Kaaber, Sara Dögg Ásgeirsdóttir, Halldóra Geirharðsdóttir og Ólöf Halla Jóhannesdóttir.
Leikstjóri og handritshöfundur er Erlingur Óttar Thoroddsen og framleiðendur eru Sigurjón Sighvatsson og Heather Millard.
Umræða