Hagsmunasamtök heimilanna hafa sent Alþingi umsögn um 108. mál á 157. löggjafarþingi: Húsaleigulög (almenn skráningarskylda leigusamninga og breyting leigufjárhæðar)

Samtökin eru hlynnt markmiðum frumvarpsins en leggja til að gengið verði lengra og lagt bann við hækkun leigufjárhæðar oftar en á 12 mánaða fresti og þá að hámarki í hlutfalli við vísitölu neysluverðs, líkt og í frumvarpi Ingu Sæland frá þarsíðasta þingi. Slíkt bann ætti jafnframt að ná til ótímabundinna leigusamninga og eingöngu hækkunar en ekki lækkunar á leigufjárhæð.
Jafnframt er bent á nauðsyn þess að breyta útreikningi húsnæðisliðar vísitölu neysluverðs þannig að litið sé fram hjá áhrifum verðtryggingar til að stemma stigu við því að verðbólga geti orðið sjálfnærandi. Mælikvarði sem mælir sig sjálfan getur aldrei talist marktækur.
Húsaleigulög | Ferill þingmáls | Alþingi
Vilt þú styrkja frjálsan og óháðan fjölmiðil sem þorir og er án ríkisstyrkja? Skráðu þig hér
Ríkið útvegi 50.000 kaupleiguíbúðir – leiga 100 til 300 þúsund