Á vefsvæðinu Jæja er vakin athygli á því að starsmaður utanríkisráðuneytisins, Sindri Guðjónsson, hafi vakti athygli með skoðunum sínum á brottvísunarmáli albönsku konunnar sem send var ólétt til níu mánaða, með flugi af landi brott af hálfu Útlendingastofnunar. Málið hefur vakið mikla athygli og er mjög umdeilt. Sindri er sagður hafa birt færsluna á Facebook en eytt henni svo:
,,Formaður Vantrúar og starfsmaður utanríkisráðuneytisins, Sindri Guðjónsson, hefur vakti athygli með skoðunum sínum á nýjasta brottvísunarmálinu. Í færslu sem Sindri hefur eytt, sagði hann meðal annars hælisumsókn óléttu konunnar vera „bersýnilega tilhæfulausa“ og að koma Albana til landsins sé „íþyngjandi“.
„það er stór íþyngjandi hópur Albana sem sækir um hæli hér, til að fá sjúkraþjónustu fyrir sig, börnin o.s.frv.“
,,Hérna er Sindri að gera að því skónna að þessi hælsleitandi og jafnvel aðrir séu aðeins einskonar flótta-túristar sem fari um og falist eftir ókeypis þjónustu og eigi þar af leiðandi ekki skilið neina hjálp. Í hvaða heimi eiga slíkar alhæfingar að réttlæta þessa ömurlegu meðferð sem kerfið hefur sýnt þessari óléttu konu? Þýðir það að við ættum ekki að hjálpa ungu fólki og jafnvel börnum í leit að betra lífi?
Það er áhugavert að formaður félags eins og Vantrúar, sem berst gegn áhrifum trúar á samfélagið, skuli ekki finna þó ekki nema örlítils kærleika eða samúðar með kasóléttum hælisleitenda, konu sem læknar höfðu sagt ófæra um að flúgja, tilmæli sem Útlendingastofnun ákvað að hundsa. Á sama tíma hefur þjóðkirkjan gagnrýnt brottvísunina.
Við erum að glíma við kerfisbundinn rasisma gagnvart flóttafólki, fátæku fólki og hælisleitendum. Í Kastljósi í gær var aðstoðarforstjóri Útlendingastofnunar í viðtali en það vakti eftirtekt að hann taldi það ekki vera hlutverk hans eða starfsfólks stofnunarinnar að setja sig í spor hælisleitenda. Með öðrum orðum, öll samkennd er einfaldlega ekki í boði.“ Segir á vefsíðunni.
https://www.facebook.com/jaejajaejajaeja/photos/a.300759333462941/1141064762765723/?type=3&eid=ARC8DpQIdBnShvxV9-2BJ3-bEhk2sXo3EWj9qcT5TBp_JJc7WkqeYtTPp3hgYz1IeXoRkfDlzvMTsGD9&__xts__%5B0%5D=68.ARBqtEYnQufEptCnrCWv2EVTdFLOBOi6g7fdW5PD9u22enp100fLLYw8VPbBEM5ZzEwx-2jXoWqo6mPAAqJrIyWEFmFh1z4OY9novi1eVD0xCNOmWjVS59Q6Ky5stK9gLB_clfPuNjekTrAir-mX5ykjIrjl1MCdTFiV0rIMaIXAQXc8BpEwEyjfcgVPutRUeUpJDqn_5LfqublU8hQEGMMLqlL2wbkvfhYmaZVa2cvit9WfGoxy2bO6mecxa7afLAYqsWkYbYMN8jrKT7habAmukydVbCvQq26pCVITyhzzeCRoKQwd4qR3zyTzjjARTV5_wINDPb01VcXP4B6red8dZg&__tn__=EEHH-R