-0.2 C
Reykjavik
Laugardagur - 4. febrúar 2023
Auglýsing

Ríkisstjórnin styrkir Íslensku óperuna

Auglýsing

Auglýsing

Nýjar fréttir

Auglýsing

 

Ríkisstjórnin samþykkti á fundi sínum í morgun að veita fjórar milljónir króna af sameiginlegu ráðstöfunarfé sínu til að styrkja uppsetningu íslensku óperunnar Agnes í tilefni af 40 ára afmæli Íslensku óperunnar.
Íslenska óperan var stofnuð árið 1978 og var fyrsta uppfærsla hennar árið 1979. Á starfstíma óperunnar hafa verið settar upp 90 óperur og sýndar samtals 1.100 sýningar. Gestir á sýningum hennar hafa verið samtals rúmlega 500.000. Íslenska óperan hefur á starfstíma sínum öðlast mikilvægan sess í menningarlífi þjóðarinnar og áunnið sér mjög gott orðspor bæði innanlands og erlendis fyrir vandaða listviðburði.
Í tilefni afmælisins er stefnt að því að Íslenska óperan panti nýja óperu af Daníel Bjarnasyni, tónskáldi, sem beri titilinn Agnes. Óperan byggist á sögunni um morðin á Illugastöðum og síðustu aftökunni á Íslandi árið 1830, þegar Agnes Magnúsdóttir og Friðrik Sigurðsson voru tekin af lífi.
Fyrirhugað er að frumsýna þessa nýju óperu haustið 2023 hér á landi. Áhersla mun verða lögð á þátttöku íslensks listafólks en jafnframt munu nokkrir leiðandi alþjóðlegir listamenn taka þátt í uppfærslunni. Nokkur erlend óperuhús hafa sýnt því áhuga að sýna óperuna enda þykir Daníel Bjarnason meðal fremstu tónskálda samtímans og fyrri ópera hans Brothers hefur hlotið einstakar viðtökur og fengið fjölda viðurkenndra verðlauna.

Hefur þú áhuga á að hjálpa Fréttatímanum að vaxa og dafna?
Með því að styrkja Fréttatímann stuðlar þú að frjálsri og óháðri umfjöllun.

https://frettatiminn.is/2019/12/06/oryrkjar-eru-medal-helstu-skjolstaedinga-hjalparstofnana/