Afgerandi meirihluti þeirra sem þátt tóku í skoðanakönnun á Útvarpi Sögu eða rúm 73% vilja ekki að forseti Íslands Guðni Th. Jóhannesson gefi kost á sér til endukjörs. Þetta kemur fram í niðurstöðu könnunarinnar sem fram fór á vefsíðu útvarpsins um síðustu helgi.
Niðurstaðan var kynnt í lok þáttarins Línan laus rétt fyrir hádegi í gær en í þessari könnun var spurt: Vilt þú að Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands bjóði sig fram til endurkjörs?
Niðurstaðan var eftirfarandi:
- Nei 73,6%
- Já 21,3%
- Hlutlaus 5,2%
- Atkvæði: 987
Spillingaröflin á Íslandi með ólíkindum
Mikil óánægja var með forsetann vegna Orkupakkamálsins, þar sem hann beitti sér ekkert, þrátt fyrir ítrekaðar áskoranir. Þá var rætt við Ástþór Magnússon í Reykjavík síðdegis og hvatti hann hvern sem væri að bjóða sig fram gegn sitjandi forseta og sagðist hann ekki ætla að taka þátt í forsetaframboði á Íslandi vegna mikillar spillingar í landinu sem hann sagði að næði jafnframt til forsetaembættisins.
Spillingaröflin á Íslandi væru með ólíkindum og eins og orðspor Íslands sé orðið, þá nýtist forsetaembættið ekki til þess að vera með trúverðugan boðskap erlendis, en hægt er að hlusta á viðtalið á Vísir.is