Veðurhorfur á landinu
Norðaustan 15-23 m/s NV-til í dag, annars hægari vindur. Slydda eða rigning sunnan heiða og hiti 1 til 7 stig, en snjókoma með köflum og hiti um frostmark fyrir norðan.
Gengur síðdegis í suðvestan 18-25 með éljum um landið S-vert og einnig á N- og A-landi í kvöld.
Vestan 18-25 á morgun, en suðvestan 13-18 annað kvöld. Víða él, þó síst A-lands. Frost yfirleitt 0 til 5 stig.
Spá gerð: 07.01.2020 05:09. Gildir til: 08.01.2020 00:00.
Gul viðvörun fyrir allt landið
Veðurhorfur á landinu næstu daga
Á miðvikudag:
Vestan og suðvestan hvassviðri eða stormur og víða él, en úrkomulítið á SA- og A-landi. Vægt frost.
Á fimmtudag:
Suðvestan 18-23 m/s og él, en heldur hægari og léttskýjað A-lands. Frost 0 til 7 stig.
Á föstudag:
Austlæg átt og víða snjókoma. Rigning eða slydda þegar kemur fram á daginn S- og A-lands og hlánar þar.
Á laugardag:
Norðvestanátt og snjókoma N-lands, en stöku él S-til á landinu. Frost 0 til 7 stig.
Á sunnudag:
Norðanátt og snjókoma eða él um landið norðanvert, en þurrt syðra. Kalt í veðri.
Á mánudag:
Útlit fyrir norðaustanátt með éljum N- og A-til á landinu.