Íslenska gamanmyndin Villibráð er komin í bíó. Þessi frábæra bíómynd var frumsýnd í gær. Hún er bæði sprenghlægileg og líka alveg graf alvarleg á milli. Í myndinni kemur vel fram, og sýnir vel, hvernig óvandað fólk er gersamlega afhjúpað. Þegar öll vel földu og vel gröfnu leyndarmálin í farsímanum koma í ljós í matarboði í samkvæmisleik vinahóps.
Frábærir leikara og handrit!
Allar helstu stjörnur á Íslandi leika í myndinni og gera það öll á ótrúlega góðan hátt og leikur þeirra skilaði sér vel til allra í bíósalnum sem var smekkfullur. Fólk ýmist grenjaði úr hlátri eða missti andann á milli, þegar hvert hneykslið á fætur öðru fór að líta dagsins ljós. Dýpstu leyndarmál sem engan veginn þoldu dagsljósið.
Sýningargestir voru á einu máli um það að þetta væri frábær mynd og Fréttatíminn tekur undir hvert orð. Allt sem snéri að myndinni fær 10 stjörnur af jafn mörgum mögulegum. Eða eins og einn ánægður sýningargestur orðaði það: ,,Þetta er besta mynd sem ég hef séð.“
Myndin fjallar um sjö vini sem fara í stórhættulegan samkvæmisleik í matarboði. Þau leggja farsímana sína á borðið og fallast á að öll skilaboð sem berast verði lesin upphátt fyrir allan hópinn, myndir sýndar öllum og símtöl spiluð upphátt.