Njósnað með dróna í 120 metra hæð 2,4 km. frá landi
,,Við feðgar vorum að fá bréf frá Fiskistofu sem hljómar svona. Í skýrslu veiðieftirlitsmanns Fiskistofu frá 20 janúar 2021 segir að þann sama dag hafi veiðieftirlitsmenn verið við veiðieftirlit austan við Brimketil á Reykjanesi. Við eftirlitið hafi verið notast við fjarstýrt flugfar með stafrænni myndavél.
Flognir hafi verið um 2,4 km að fiskiskipinu Birnu Gk 154 og flugfarinu haldið yfir skipinu í um 120 metra hæð, þaðan var fylgst með veiðum skipsins án þess að upptökubúnaður væri virkjaður, fljótlega sást annar skipverjanna henda fisk í sjóinn og var þá upptökubúnaðururinn virkjaður, eftir það sást sami skipverji henda þremur tindaskötum sem komið höfðu um borð í skipið með þorskaneti þegar það var dregið.
Hvers konar bölvuð vitleysa er þetta orðin????“ Spyrja trillukarlarnir sem eru undrandi á þessari njósnastarfsemi Fiskistofu og birta meðfylgjandi gögn máli sínu til stuðnings:
https://gamli.frettatiminn.is/26/01/2021/aetla-ad-roa-an-kvota-og-hundsa-onytt-kvotakerfi/