Þetta er rauveruleikinn
Ég er ekki nóg, ég er kona á fimmtugsaldri, fráskilin og börnin farin að heiman. Ég keypti íbúð og er að borga af henni um 70% af laununum mínum sem mér skilst að sé algengt hjá þeim sem búa einir. Þegar stjórnvöld eru að tala um greiðslubirgði fasteignalána, lækkar þessi prósent um helming þvi þeir miða við vísitölufjölskylduna og þá líta stjórnvöld og pólitíkusarnir svo vel út. Þeim er alveg sama um raunveruleikann, þau hugsa bara um að vera kosin aftur og komast í góð laun upp á milljónir og allt frítt.
Þetta er hinsvegar rauveruleikinn hjá þjóðinni, þó svo hægt sé að snúa honum á hvolf í excel skjölum með smá falsi og bulli hjá pólitíkusum og hinu opinbera. Pólitíkusar gera allt til að ná kjöri og vinsældum, alveg sama hversu siðlaust það er.
Ég er í góðri vinnu og með laun yfir meðallagi á grundvelli mentunnar minnar, það segir mér það að kynsystur mínar og einstæðir menn hafa það enn verr en ég. Þegar fólk þarf að lifa á einhverjum tíuþúsund köllum á viku í dýrasta landi í heimi þar sem engin samkeppni er, þá er það mjög erfitt. Það skilur fólk ekki sem er með milljónir á mánði og allt frítt, það lifir í öðrum heimi og er fljótt að gleyma kosningaloforðum eins og þekkt er.
Flytja frá Íslandi vegna okurs og lélegra kjara
Margir í minni stöðu hafa flutt frá Íslandi vegna okurs og lélegra kjara, það er fullt af fólki í kringum mig sem er búið að ákveða að yfirgefa Ísland. Vegna þess að Ísland er alls ekki samkeppnishæft við önnur lönd. Húsnæðisverð hér er rosalega ofmetið og er í raun ein alsherjar fasteignabóla.
Fasteignabóla sem mun springa í næsta hruni
Það er t.d. hægt að kaupa einbýlishús í Danmörku á allt að 80% lægra verði en hér og enn ódýrar í öðrum löndum. Hvað segir það um fasteignabóluna hér sem er gerð fyrir bankana til að búa til falskt veð, sem eru tryggð með verðtryggðum okurlánum sem þeir eru búnir að festa þjóðina í ?
Við borgum húsið okkar fjórum til fimm sinnum á meðan aðrar þjóðir borga það bara einu sinni. Svo verða fasteignirnar verðlausar í næsta hruni og bankarnir hirða þær af okkur. Ég væri í raun heimsk ef ég ætlaði að taka þátt í þessu lengur…. og þú líka.
Hátt og ofmetið fasteignaverð
Hátt og ofmetið fasteignaverð er eins og falsað gengi krónununnar sem ætti að vera t.d. 90 krónur á Evru en ekki 150 krónur. Verðlag er miklu hagstæðara erlendis á öllum sviðum og vinnutíminn miklu styttri. Sjúkra- og bótakerfið er lúxus miðað við fátækrastefnuna á Íslandi. Íslendingar eru að yfirgefa landið í stórum stíl og það er að fyllast af flóttamönnum og ódýru vinnuafli frá Austur Evrópu. Pólitíkusar nota 50 milljarða á ári til að skipta um þjóð og þræla á Íslandi.
Lítið sem ekkert kostar að ferðast frá Danmörku t.d. og þá færi maður frekar til annara landa en til Íslands, það land heillar alla vega engan veginn.