Frábær dagur og fullt af fólki
,,Þetta var frábær dagur og það komu um 120 manns á svæðið, þetta var skemmtilegt enda gott veður á svæðinu“ sagði Helgi Héðinsson á Mývatni er við heyrðum í honum í dag en veiðin var kannski ekki alveg nógu góð.
,,Jú það fengust nokkrir fiskar og allir höfðu gaman af þessu“ sagði Helgi ennfremur.
Veiðin er að lagast í þessu fornfræga vatni sem betur sem skipar stóran sess í lífi Mývetninga og Helgi Héðinsson smellti af nokkrum myndum fyrir okkur út á ísnum þar sem einn og einn fiskur var að taka í dag í veðurblíðunni, bleikja og urriði.
En sjón er sögu ríkari.
Umræða