Svona einfalt er þetta, áframhald. Hér í viðhengi er íslensk þýðing á rannsóknarskýrslu sem Jacky Mallett, sem er starfandi sem lektor í tölvunarfræðideild Háskólans í Reykjavík ásamt því að vera einn af aðalmönnum í stjórn Seðlabanka Íslands og áður starfandi fyrir Vittæknistofnun Íslands, samdi á ensku 2013 en vegna þess hvað þetta verðtryggingarmál er allt flókið á íslensku og svo maður tali ekki um á ensku þá hefur ekki verið hægt að nota þetta fyrr en núna þegar ég fékk hlutastarfsmann Hagsmunasamtaka heimilanna, Guðmund Ásgeirsson lögfræðing, til að þýða þetta yfir á okkar ylhýra.
Einnig er á tveimur seinustu blaðsíðunum útreikningur Íslandsbanka frá 2013 þar sem bankinn þurfti að sýna viðskiptavini sínum að miðað við verðbólgu seinustu tíu ára og að sú verðbólga yrði til næstu 40 ára þá þyrfti viðskiptavinurinn að greiða bankanum til baka fyrir 26.663.385 kr sem hann fékk að láni 465.213.364 kr til baka.
Einnig er gott í því sambandi að nefna að mánaðargreiðslan á mánuði er fyrst 140.844 kr og fer svo stigvaxandi upp í það að í lokin þarf þessi aðili að greiða 3.150.340 kr á mánuði af þessu láni.
Segjum að þessi aðili hafi ætlað að nota 1/3 af lánunum sínum til að greiða af þessu láni og í tilefni yfirstandandi kjarasamninga þá hef ég aldrei heyrt að samið hafi verið um að mánaðarlaun einstaklinga eigi að fara frá 420.000 kr upp í 9.450.000kr á mánuði til að þetta dæmi gangi upp.
Ég hvet þá sem hafa nennt að lesa svona langt til að segja álit sitt á þessum ófagnaði sem verðtrygging lána heimilanna á íslandi er og dreifa þessu sem víðast.
Úr greiningunni: „Á grundvelli þessarar greiningar virðast ekki vera neinar vísbendingar eða gangverk sem gætu stutt þá fullyrðingu að verðtryggð lán dragi úr eða stöðvi verðbólgu. Þvert á móti sýna rannsóknir okkar að bókhaldsmeðferð þessara lána innan bankakerfisins hraðar beinlínis peningamyndun í bankakerfinu og því hafa verðtryggð lán þau áhrif að auka verðbólguna sem þau eru tengd við, fremur en að draga úr henni.
Þau leiða því til vítahrings jákvæðrar endurgjafar innan peningalegs regluverks bankakerfisins sem hefur bein áhrif á peningamagn í umferð.
Niðurstöður okkar gefa til kynna að aukning peningamyndunar vegna þessara lána hafi verið á bilinu 4% til 12% á ári undanfarin 20 ár, og að búast megi við áframhaldandi umframverðbólgu þar til slík lán hafa verið afnumin úr hagkerfinu.
Þess vegna mun lántakendum með slík lán reynast erfitt ef ekki ómögulegt að endurgreiða þau að fullu“
Áhrif verðtryggðra útlána á íslenska bankakerfið, heimilin og hagkerfið
https://www.fti.is/2019/04/07/eina-sem-vantar-i-thetta-vidtal-vid-gylfa-magnusson-er-hann-haldi-thvi-fram-ad-vid-verdum-kuba-nordursins/
https://www.fti.is/2019/04/05/vidurkenning-a-skadsemi-verdtryggingarinnar/
Umræða