Hugleiðingar veðurfræðings
Í dag er útlit fyrir bjart veður framan af degi um landið sunnanvert, en vindur verður hægari um allt land en í gær og eins verður minni ofankoma fyrir norðan og austan. Hitastigið verður hins vegar á mjög svo svipuðum nótum áfram. Á morgun og um helgina verður meira skyjað og sums staðar dálítil él. Hins vegar er ekki að sjá að það verði mikil úrkoma. Vorið lætur því enn bíða eftir sér og ekki alveg útséð hvenær von er á því. Hins vegar er fremur algengt að aprílmánuður sé kaldur og bjartur á sunnanverðu landinu, en éljagangur fyrir norðan og austan, svo að segja má að við séum á mjög svo kunnuglegum slóðum.
Veðuryfirlit
Yfir N-Grænlandi er 1020 mb hæð, en yfir Skandinavíu er minnkandi 987 mb lægð. Yfir Skotlandi er 970 mb lægð sem þokast A.
Veðurhorfur á landinu
Norðlæg eða breytileg átt 5-10 og þurrt og bjart veður, en stöku él norðan- og austanlands. Víða skýjað í kvöld. Frost yfirleitt á bilinu 1 til 7 stig að deginum. Allvíða talsvert frost í nótt.
Austlæg eða breytileg átt 3-10 á morgun. Skýjað á köflum og él á víð og dreif. Frost 0 til 7 stig að deginum, en sums staðar frostlaust SV-til.
Veðurhorfur á höfuðborgarsvæðinu
Austlæg eða breytileg átt 3-8 m/s. Léttskýjað og hiti um eða rétt undir frostmarki yfir hádaginn. Skýjað í kvöld og líkur á stöku éljum á morgun.
Veðurhorfur á landinu næstu daga
Á föstudag:
Breytileg átt 3-8 m/s. Skýjað með köflum og stöku él, einkum við ströndina. Frost 0 til 6 stig að deginum, en frostlaust við suðvesturströndina.
Á laugardag og sunnudag:
Austan og norðaustan 8-13, en hægari norðaustanlands. Skýjað með köflum og sums staðar él, einkum við sjávarsíðuna. Frost yfirleitt 0 til 7 stig að deginum, en talsvert næturfrost.
Á mánudag, þriðjudag og miðvikudag:
Norðlæg átt 8-15 m/s. Él á norðanverðu landinu, en léttskýjað sunnanlands. Áfram kalt í veðri.