Stuðningur við ríkisstjórnina minnkaði um um rúm fjögur prósentustig
Fylgi Sjálfstæðisflokksins hefur minnkað um rúm tvö prósentustig frá síðustu fylgismælingu MMR og mælist nú 20,2%. Samfylkingin mældist með 14,1% fylgi, sem er nær óbreytt frá síðustu könnun. Þá minnkaði fylgi Framsóknarflokksins um tæplega eitt og hálft prósentustig en fylgi Vinstri grænna og Viðreisnar hækkaði um tæplega eitt og hálft prósentustig frá síðustu mælingu.
Stuðningur við ríkisstjórnina minnkaði um um rúm fjögur prósentustig og mældist nú 40,4% en var 44,6% í síðustu mælingu
Fylgi Samfylkingarinnar mældist nú 14,1% og mældist 14,3% í síðustu könnun.
Fylgi Vinstri grænna mældist nú 13,4% og mældist 12,1% í síðustu könnun.
Fylgi Pírata mældist nú 13,4% og mældist 13,3% í síðustu könnnun.
Fylgi Framsóknarflokksins mældist nú 9,8% og mældist 11,2% í síðustu könnun.
Fylgi Miðflokksins mældist nú 9,2% og mældist 9,2% í síðustu könnun.
Fylgi Viðreisnar mældist nú 9,2% og mældist 7,8% í síðustu könnun.
Fylgi Flokks fólksins mældist nú 5,1% og mældist 5,0% í síðustu könnun.
Fylgi Sósíalistaflokks Íslands mældist nú 4,2% og mældist 2,8% í síðustu könnun.
Fylgi annarra flokka mældist 1,4% samanlagt.
Þróun yfir tíma
Stuðningur við ríkisstjórnina
Upplýsingar um framkvæmd:
Úrtak: Einstaklingar 18 ára og eldri, valdir handahófskennt úr hópi álitsgjafa MMR.
Álitsgjafar MMR eru valdir úr Þjóðskrá þannig að þeir endurspegli lýðfræðilega samsetningu þjóðarinnar á hverjum tíma.
Könnunaraðferð: Spurningavagn MMR
Svarfjöldi: 941 einstaklingur, 18 ára og eldri
Dagsetning framkvæmdar: 30. apríl til 3. maí 2019