Svona ættir þú að hlaða farsímann þinn,að sögn farsímasérfræðings
Hjá mörgum notendum er eðlilegt að hlaða farsímann sinn einu sinni á dag. Annað hvort með því að stinga honum í samband við hleðslutæki á kvöldin og láta hann hlaðast upp yfir nóttina. En brunasérfræðingar ráðleggja að gera það alls ekki. Eða þá að hlaða símann í vinnunni.
Þú ættir að sleppa báðum þessum aðferðum að sögn bresks farsímaviðgerðaraðila sem hvetur alla til að tæma ekki farsímarafhlöðuna alveg, áður en hún er hlaðin.
Milli 20 og 80 prósent
Kewin Charrion, yfirmaður farsímadeildar sem lagar notaða farsíma hjá fyrirtækinu Back Market, sagði í samtali við DailyMail að ef farsíminn er tengdur í langan tíma eða þú lætur hann verða rafmagnslausan, muni það eyðileggja rafhlöðuna með tímanum. ,,Þess í stað ættir þú að reyna að halda hleðslustigi á batteríi símans á milli 20 og 80 prósent.“ Það getur þó verið erfitt að fylgjast með hleðslunni en hægt er að breyta hleðslustillingum farsímans til að hámarka hleðsluna og er það mögulegt í bæði iPhone og Android tækjum.
Virkjaðu hleðslustillingar
Ef þú ert með iPhone mælir Charrion með því að þú kveikir á „rafhlöðuhleðslu“. Þessi eiginleiki notar forrit til að hámarka endingu rafhlöðunnar og takmarkar hleðslu yfir 80 prósent.
Opna stillingar
Veldu rafhlöðu og svo rafhlöðu ,,heilbrigði – ástand“ og svo ,,hleðslu.“ Neðst í þessari valmynd finnurðu ,,fínstilla hleðslu rafhlöðunnar“ Ýttu á þann takka til að virkja stillinguna. Android notendur geta einnig virkjað eiginleika sem hámarkar rafhlöðuna. Í þessu dæmi erum við að nota Samsung Galaxy, sem hefur möguleika sem takmarkar hámarkshleðslu við 85 prósent.
Hvernig á að virkja það:
- Opna stillingar
- Veldu rafhlöðu og viðhald tækja og svo rafhlöðu
- Skrollaðu niður og veldu fleiri rafhlöðustillingar
- Hér finnurðu valmöguleika sem heitir ,,protect battery“ sem þú getur virkjað