Lögregla og slökkvilið fengu tilkynningu laust fyrir klukkan 03:00 í nótt um eld í fólksbifreið á þjóðvegi 1 skammt austan við Vík í Mýrdal.
Bifreiðin varð fljótt alelda og er hún gjörónýt.
Tveir voru í bifreiðinni er eldurinn kom upp, ökumaður og farþegi og sluppu þeir báðir ómeiddir.
Umræða