Það er loksins komið að því að Kolbeinn, eða Koll eins og hann er kallaður af þeim sem þekkja hann, stígur aftur í hringinn eftir að covid herjaði á heimsbyggðina og því öll ferðalög og bardagar hafa verið mikilli lægð. Kolbeinn hefur stundað hnefaleika í 15 ár og keppti lengi vel í Olympískum hnefaleikum, á þar 40 bardaga að baki og hefur verið okkar fremsti hnefaleikakappi í mörg ár ásamt því að vera eini íslenski atvinnumaðurinn í sportinu.
Bardaginn fer fram á viðburðinum Detroit Brawl þann 10.ágúst í Detroit Michigan og er viðburðurinn á vegum Salita Promotion sem er umboðsfyrirtæki Kolla.
Þetta verður fyrsti bardagi Kolla síðan 17.jan 2020, en er búin að nota tímann vel og æfa 3-4 klst á dag 6 daga vikunnar og hefur bætt sig mikið og er klár í slaginn.
Andstæðingur Kolbeins er Rodney Moore sem er reynslumikill boxari og erfiður journeyman, en okkar maður stefnir á að klára hann snemma eða eftir 7 mínútur.
Þjálfarinn sem Kolbeinn er búin að vera að æfa hjá og er að fara út til núna 8.júlí nk er Sugar Hill sem þjálfar einnig núverandi heimsmeistara í þungavigt en, Tyson Fury, sem allflestir ættu að þekkja. Sugar Hill er dásamaður sem einn fremsti þjálfari í heimi og því verður gaman að sjá Kolbein í hringnum í ágúst. Til gamans má geta að Kolbeinn var í þjálfun hjá Sugar Hill á undan Fury.
Kolli er með 12 sigra og engin töp og af þessum 12 sigrum hafa 6 þeirra endað með rothöggi en hann stefnir á að breyta þessu i 13 sigra og 7 röthögg í ágúst.
Kolli er 34 ára gamall og á tvö börn og unnustu hér á landi og leggur mikið á sig til að vera til staðar fyrir þau ásamt því að stunda atvinnumennskuna. Eftir að hafa ekki fengið að keppa í tvö ár er það kærkomið að fá að stíga í hringinn og gera það sem hann hefur ástríðu fyrir, að kýla menn í klessu inni í boxhring þó að flestir sem þekkja Kolla sjá hann sem rólyndisdreng og frábæran náunga þá breytist það þegar inn í hringinn er komið.
Kolli segir “Er sjúklega spenntur að fá loksins að berjast aftur, átti að berjast þann 10.júní á Showtime en andstæðingurinn hætti við og það var ekki nægur tími til að finna annan andstæðing. Nú þegar það er loksins komið að þessu þá hlakka ég til að setja allt sem ég er búin að vera að vinna í síðustu tvö árin saman og stoppa hann eins fljótt og ég mögulega get”
Við að sjálfsögðu viljum að sem flestir hvetji okkar mann áfram og styðji við okkar eina atvinnumann í hnefaleikum.