Alvarlegt umferðarslys varð á Laugarvatnsvegi uppúr klukkan 18 í kvöld að sögn lögreglunnar á Suðurlandi.
Laugarvatnsvegur verður lokaður frá Biskupstungnabraut að Þóroddsstöðum um óákveðinn tíma á meðan viðbragðsaðilar eru við vinnu á vettvangi. Ekki er unnt að veita frekari upplýsingar að sinni.
Umræða