2.8 C
Reykjavik
Föstudagur - 27. janúar 2023
Auglýsing

Bretar og Norðmenn stórauka eftirlit með ferðum rússneskra herskipa á Norður-Atlantshafi

Auglýsingspot_img

Nýjar fréttir

Auglýsingspot_img

Bretar og Norðmenn eru að taka höndum saman um að stórauka eftirlit með ferðum rússneskra herskipa á Norður-Atlantshafi að sögn brezka dagblaðsins Daily Telegraph.

Á næsta ári fá Bretar fyrstu vélarnar af níu P-8A kafbátaleitarvélum, sem þeir hafa fest kaup á fyrir 3 milljarða punda. Norðmenn hafa fest kaup á fimm slíkum vélum sem sagt er að endurspegli breyttar aðstæður í öryggismálum á Norður-Atlantshafi, í sameiginlegri tilkynningu um málið frá Bretum, Bandaríkjamönum og Norðmönnum.
Hinar nýju vélar verða staðsettar í Lossiemouth í Skotlandi og þar geta norsku vélarnar líka fengið þjónustu.
Rússnesk herskip nálguðust brezka lögsögu 33svar sinnum á síðasta ári en einu sinni 2010.
Rússar hafa yfir að ráða 60-70 kafbátum.
Telja verður líklegt að þessa aukna samstarfs Breta og Norðmanna á þessu sviði muni gæta með einhverjum hætti hér á Íslandi.

Verður herskylda tekin upp á ný í Þýzkalandi?

Forystusveit Kristilegra demókrata (CDU) í Þýzkalandi hefur sett herskyldu á dagskrá á ný en hún var lögð af árið 2011. Þýzka fréttastofan Deutsche-Welle segir að sl. föstudag hafi Annegret Kramp-Karrenbauer, framkvæmdastjóri flokksins sagt að flokkurinn mundi taka til alvarlegrar umræðu upptöku herskyldu og vitnar til þýzka dagblaðsins Frankfurter Allgemeine Zeitung.

Annegret segir í samtali við það blað, að hún hafi verið á ferð um landið og rætt við flokksfélaga um málið en það verði lagt fyrir landsþing CDU í desember. Sagt er að hún hafi fengið góðar undirtektir.
Hins vegar virðist hugmyndin ekki vera sú að taka upp beina herskyldu skv. gamalli fyrirmynd en í samtalinu við FAZ skilgreindi Annegret hugmyndina ekki frekar.
Í frásögn DW kemur fram, að málsmetandi menn í CDU hafi tekið undir þessi sjónarmið. Á hinn bóginn hafi Henning Otte, talsmaður CDU á þýzka þinginu lýst efasemdum.
Sumir talsmenn jafnaðarmanna (SPD)hafa lýst sig reiðubúna til að skoða málið en aðrir úr þeim flokki eru andvígir.
Frjálsir demókratar (FDP) telja hugmyndina fráleita og mikla sóun á fjármunum og bæði Die Linke (vinstri flokkur) og Græningjar eru andvígir.
Valkostur fyrir Þýzkaland (AFD)eru hins vegar hlynntir hugmyndinni.
Sumir fréttaskýrendur telja að hér sé á ferð viðleitni CDU til þess að ná til sín á ný kjósendum, sem hafi farið yfir til AFD.
Samkvæmt nýrri skoðanakönnun eru um 55,6% kjósenda hlynntir herskyldu en 39,6% andvígir.
Gert er ráð fyrir að herskylda í einhverju formi verði á stefnuskrá CDU fyrir þingkosningar, sem fram fara 2020. “ Segir Styrmir Gunnarsson, f.v. Ritstjóri Morgunblaðsins.