Vilhjálmur Bjarnason, sjálfstæðismaður, skilur ekki þingmenn flokksins, og hví ekki sé staðið með minni aðilum þegar kemur að einkaframtakinu. Hann fjallar um það í færslu sinni sem er hér að neðan:
,,Ég skil ekki æsing í þingmönnum XD vegna hvalveiða þegar þeir þegja alveg yfir örlögum smákapitalista þar sem strandveiðimenn eru. Þeir eiga samúð mína.
Ég dreg mjög í efa að strandveiðar rústi íslenska fiskistofna.
Efri myndin er frá Djúpavogi.
Neðri myndin er frá Skagastönd.
Báðar myndirnar eru teknar í sumar.“
Umræða